Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2015 09:01

Góður árangur Vestlendinga á dansmóti

Um síðastliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót meistaraflokks í latín dönsum hjá Dansíþróttasambandi Íslands í Laugardalshöll. Samhliða því fór fram opið RIG mót og bikarmeistaramót í standard dönsum. Vestlendingar áttu sína fulltrúa á mótinu og stóðu þau sig allir með stakri prýði. Þrír Borgfirðingar kepptu í meistaraflokki í dansi og dönsuðu þeir með frjálsi aðferð, fimm dansa í hvorum flokki. Bestum árangri náði Borgfirðingurinn Brynjar Björnsson. Dansfélagi hans er Perla Steingrímsdóttir og keppa þau í meistaraflokki ungmenna. Þar náðu þau öðru sæti og tryggðu sér með því rétt til þess að fara á heimsmeistaramót ungmenna og Evrópumeistaramót ungmenna á þessu ári. Brynjar og Perla kepptu jafnframt í opnu RIG keppninni, þar sem tvö erlend pör kepptu líka. Þau kepptu þar til úrslita og höfnuðu í fimmta sæti. Borgfirðingurinn Arnar Þórsson keppir í meistaraflokki fullorðinna og dansar við Laufeyju Höllu Atladóttur. Þau dönsuðu til úrslita í standard dönsum og urðu í sjötta sæti.

 

 

 

Vel gekk hjá yngri flokkum

Í flokki unglinga II (14 - 15 ára) var Elís Dofri Gylfason fulltrúi Vestlendinga. Hann dansar við Sonju Þorsteinsdóttur og kepptu þau til úrslita í standard dönsum og höfnuðu í fimmta sæti. Þá tóku tvö borgfirsk pör þátt í flokki þeirra sem dansa með grunnsporum. Það voru þau Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir og Jóhann Páll Oddsson og Rakel Eir Erlingsdóttir. Anton og Arna dansa í flokki unglinga II. Þau urðu í fyrsta sæti í latín dönsum og í þriðja sæti í standard. Jóhann Páll og Rakel Eir dansa í flokki barna II og lentu þau í þriðja sæti í latín en fimmta í standard.

 

Frá ungmennafélaginu Skipaskaga mættu fjögur grunnsporapör. Í flokki barna I (9 ára og yngri) kepptu þau Mateuzs Dominik Grzybowski og Aldís Thea Daníelsdóttir og sigruðu þau sína andstæðinga örugglega. Pörin Almar Kári Ásgeirsson og Demi Van Den Berg höfnuðu í fimmta sæti í standard í barnaflokki II (10-11 ára) og Tristan Sölvi Jóhannsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir fengu fjórða sætið í standard og það sjötta í latín í sama aldursflokki. Að lokum keppti eitt dömupar fyrir Skipaskaga, þær Sigrún Dóra Jónsdóttir og Líf Ramundt Kristinsdóttir. Þær keppa í dömuflokki barna II og dönsuðu tvo dansa í hvorum flokki. Í standard höfnuðu þær í öðru sæti og í því þriðja í latín.

 

Nánari úrslit má finna á vef Dansíþróttasambands Íslands, www.dsi.is. Næsta dansmót verður haldið í Laugardalshöllinni helgina 21.-22. mars, en það verður Íslandsmeistaramót meistaraflokks í tíudönsum (þ.e. samanlagður árangur bæði latín og standard), ásamt dansmóti í grunnsporum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is