Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2015 03:54

Þörungaverksmiðjan dæmd til að greiða Þorgeir & Ellert rúmar 30 milljónir

Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands er Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum gert að greiða skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi rúmar 30 milljónir króna að viðbættum dráttarvöxtum frá því um mitt ár 2011. Þá er Þörungaverksmiðjunni einnig gert að greiða 18 milljónir króna í málskostnað. Þörungaverksmiðjan rifti verksamningi haustið 2010 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að riftunin hafi verið ólögleg.

 

 

 

Málareksturinn er tilkominn vegna samninga sem gerðir voru um endursmíði á Fossá ÞH 362 sem breyta átti úr kúfiskveiðiskipi í þangflutningaskip hjá Þ&E. Fljótlega komu upp meiningar um leynda galla í skipinu og ófullkomna útboðs- og verklýsingu. Tafir urðu á verkinu af þessum sökum, forsvarsmenn Þ&E vildu meina að verkkaupinn stæði ekki við samninga um greiðslur og verkkaupinn um að tímaáætlanir á verkinu stæðust ekki. Á vormánuðum og um sumarið 2010 voru haldnir fundir með fyrirsvarsmönnum aðila þar sem fjallað var um fyrirhuguð verklok, auk þess sem reynt var að leysa ágreining aðila um uppgjör þeirra á milli, m.a. vegna aukaverka. Ekki tókst að leysa úr deiluefnum og endirinn var eftir mikið þóf að Þörungaverksmiðjan rifti verksamningi og færði skipið úr skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts til Slippstöðvarinnar á Akureyri þar sem endursmíði skipsins lauk á fyrri hluta árs 2011. Umrætt skip sem breytt var í þangskip heitir í dag Grettir. Fram kemur í málsskjölum að umtalsverð fjárhæð hafi tapast með því að skipið var flutt í aðra skipasmíðastöð. Kröfur Þ&E í málinu voru upp á rúmar 88 milljónir fyrir utan dráttarvexti en Þörungaverksmiðjunnar tæplega 136 milljónir fyrir utan dráttarvexti. Í upphafi höfðaði Þ&E tvö mál á Þörungaverksmiðjuna og Þörungaverksmiðjan eitt mál á Þ&E. Í þinghaldi 16. apríl 2012 voru málin sameinuð í eitt mál og það síðan flutt og dómtekið 13. desember síðastliðinn. Gera má ráð fyrir að forsvarsmenn Þörungaverksmiðjunnar áfrýi dómnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is