Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2015 06:01

Risastórt kynningarverkefni Land Rover fer um Vesturland

Um þessar mundir er stór hópur fólks frá Land Rover verksmiðjunum í Bretlandi staddur hér á landi við að kynna nýja útgáfu af Discovery Sport jepplingnum frá Land Rover. Verkefnið hófst í desember og mun nú eftir hlé standa fram í næsta mánuð. Samtals er gert ráð fyrir að kynna nýju bílana við ýmsar aðstæður á fáförnum og erfiðum vegum fyrir um þúsund blaðamönnum. Hundrað Discovery Sport bílar voru fluttir til landsins gagngert fyrir þetta verkefni og er þetta jafnframt stærsta kynningarverkefni Land Rover verksmiðjanna á þessu ári.  Farið er með gestina í ökuferðir víða um suðvestan- og vestanvert landið, ekið um hálendið og fáfarna vegi til að gestirnir geti kynnst eiginleikum bílanna við ólíkar aðstæður. Meðal annars er ekið um Uxahryggi í Borgarfjörð, í Hvítársíðu og er Hótel Á á Kirkjubóli einn af viðkomustöðum hópanna. Þá er einnig farið um Norðurárdal og niður á Mýrar og eru Ensku húsin við Langá einnig viðkomustaður.

 

 

Til að meta umfang svona verkefnis má nefna að samtals eru bókaðar á sjöunda þúsund gistinætur á hótelum vegna þessa eina verkefnis og þar af leiðandi keyptar um 25 þúsund máltíðir á veitingahúsum. Auk starfsfólks hótel og veitingastaða eru um 40 íslenskir starfsmenn sem koma að verkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is