Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2015 11:01

Vetrarferðamennska eykst á Vesturlandi

Fólk í ferðaþjónustu á Vesturlandi segir að veruleg aukning hafi orðið á fjölda ferðamanna sem leggja leið sína um landshlutann að vetrarlagi. „Straumur ferðamanna eykst stöðugt. Við erum farin að sjá ferðalanga koma út úr kófinu, meira að segja nú í janúar. Fólk virðist í auknum mæli farið að ferðast á eigin vegum og sumir víla ekkert fyrir sér, leigja sér einhverja jepplinga og bara æða af stað. Ferðatímabilið er tvímælalaust að lengjast, sérstaklega á þessum tíma í byrjun árs. Við í Dölum sáum bæði í fyrrahaust og á sama tíma árið þar á undan að straumur ferðafólks datt niður í október. En svo sáum við bæði í fyrra og hitteðfyrra að ferðamenn fóru að gera vart við sig strax í byrjun janúar,“ segir Valdís Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Leifsbúðar í Búðardal. Ferðamenn sem hingað koma um hávetur vilja upplifa vetrarríki náttúrunnar, vetrarfærðina á vegunum og margt annað, að sögn fararstjóra sem reglulega fer um með stækkandi hópa ferðafólks.

Norðurljósin hafa loks verið seld

Að sögn Valdísar eru það norðurljósin yfir Vesturlandi sem hafa mikið aðdráttarafl á þessum árstíma. „Okkur er loks að takast að selja þau,“ segir hún og hlær við. „Það er vinsælt til að mynda að koma á Vog á Fellsströnd, hreiðra um sig þar, horfa á norðurljósin eða út yfir Breiðafjörðinn.“

Halldór Björnsson leiðsögumaður hjá Kynnisferðum tekur undir þetta. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti Halldór á laugardaginn um liðna helgi var hann með um 30 manna hóp í hringferð um Snæfellsnes. Fólkið hafði gert hlé á för sinni til að snæða hádegisverð sem samanstóð af íslenskri kjötsúpu og heimabökuðu brauði hjá Ólínu Gunnlaugsdóttur í Samkomuhúsinu á Arnarstapa. „Við hjá Kynnisferðum erum með dagsferð frá Reykjavík sem hefst klukkan átta. Þá ökum við sem leið liggur út úr borginni og upp í Borgarnes. Svo er farið út á Snæfellsnes. Sunnanmegin stoppum við í Ytri Tungu í Staðarsveit. Þar er oft hægt að sjá til sela auk þess sem umhverfið er mjög fallegt þar. Svo er farið hingað að Arnarstapa. Hér göngum við með fólkinu frá höfninni að styttunni af Bárði Snæfellsás. Það er líka komið við á Djúpalónssandi og farið til Ólafsvíkur. Oft er svo stoppað við Kirkjufellið í Grundarfirði sem fólk vill skoða og ljósmynda. Við ljúkum síðan hringferðinni í Stykkishólmi áður en við höldum til baka suður til Reykjavíkur. Þetta er svona tólf tíma ferð. Á veturna förum við hana á miðvikudögum og laugardögum, en höfum fleiri ferðir í viku á sumrin.“

 

Eftirspurnin hefur margfaldast

Halldór segir að eftirspurn í vetrarferðir hafi stóraukist á undanförnum árum. „Það er síst minna að gera hjá okkur núna í dagsferðum á veturna samanborið við á sumrin. Þetta er mikill viðsnúningur og hið besta mál. Fyrir þremur árum síðan vorum við aðeins með eina ferð í viku, oft á litlum bílum sem tóku kannski 10-12 manns. Nú í vetur förum við tvisvar í viku á bílum sem taka 40-50 manns. Þetta helst í hendur við að ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi yfir vetrarmánuðina. Mikið af vetrarferðafólkinu kemur frá Evrópu, en einnig margt frá Asíulöndum á borð við Kína, Japan og Taívan. Það hefur svo verið mikil fjölgun meðal Breta. Það skýrist sjálfsagt af því að mörg flugfélög fljúga orðið frá Bretlandseyjum hingað til Íslands. Sætaframboðið þaðan hefur aukist mikið.“

 

Að sögn Halldórs eru það norðurljósin sem hafa mest aðdráttarafl. „Þau trekkja mest, enda hafa þau verið auglýst duglega. Síðan er hitt sem fólkinu þykir framandi bara bónus. Þar má nefna vetrarríki náttúrunnar, vetrarfærðina á vegunum og margt annað sem þau upplifa. Þau eru mjög svo hrifin af Vesturlandi. Langflest eða öll eru mjög ánægð með þessar ferðir og þykir náttúra landshlutans einstök.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is