Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2015 12:01

Skorar á verkalýðshreyfinguna að mótmæla hækkun fasteignagjalda

Einar Sigurðsson launþegi og fasteignaeigandi í Borgarbyggð hefur sent opið bréf til forseta ASÍ, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins og formanns Stéttarfélags Vesturlands. Þar bendir Einar á að sveitarfélagið Borgarbyggð hafi við gerð fjárhagsáætlunar í desember síðastliðinn tekið ákvarðanir um gríðarlegar hækkanir á gjaldskrá. „Dæmi eru um 36% hækkun fasteignagjalda og 30% hækkun lóðarleigu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sveitarstjórn samið við Orkuveitu Reykjavíkur um að fráveitugjöld í Borgarbyggð verði hækkuð um 32,5% um næstu áramót,“ segir Einar í bréfi sínu.

 

 

Einar nefnir dæmi og segir m.a. eiganda fasteignar í Borgarbyggð, sem greiddi árið 2014 295 þúsund krónur í gjöld af fasteign sinni, muni þurfa að greiða 350 þúsund af sömu eign árið 2015. „Sú hækkun er nær eingöngu vegna hækkana á lóðarleigu og fasteignagjöldum. Dæmi eru um verulegar hækkanir á öðrum gjaldskrám sveitarfélagsins.“ Einar bendir á að í Borgarbyggð séu einhverjar lægstu meðallaunatekjur á einstakling á landinu. „Verklýðshreyfingin verður að beita sér og standa vörð um kjör og réttindi launamanna,“ segir Einar Sigurðsson.

„Framkvæmum minna ef skattar verða lækkaðir á ný“

 

Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri í Borgarbyggð segir að vissulega séu þetta mjög miklar hækkanir og því eðilegt að íbúar bregðist við. „Mín hugsun og von er sú að staðan nú leiði til þess að samstaða náist um hagræðingaraðgerðir i rekstri sveitarfélagsins. Það hefði verið mun betra ef fasteignagjöld hefðu verið hækkuð að hluta árið 2013 þannig að óhjákvæmileg hækkun nú yrði ekki þetta há,“ segir Kolfinna þegar umkvartanir Einars Sigurðssonar eru bornar undir hana. „Það eru kynningarfundir á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 í þessari viku og vonandi fjölmenna íbúar á þá fundi þannig að hægt sé að fara vel yfir þessi mál. Það er líka rétt að það eru dæmi um verulegar hækkanir á gjaldskrám en það er rétt að nefna sem dæmi að ákveðið var að fara ekki í hækkanir á leikskólagjöldum.“

 

Kolfinna segir að sveitarfélagið hafi fengið erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í desember síðastliðnum þar sem áréttað var að Borgarbyggð stóðst ekki jafnvægisreglu sveitarfélaga fyrir árin 2013 til 2015. Þar var lögð áhersla á að sveitarfélagið gerði ráðstafanir í þá yfirstandandi fjárhagsáætlanagerð til að jafnvægisreglunni yrði náð fyrir árin 2014-2016. „Þrátt fyrir þessar miklu skattahækkanir núna og að vinna er hafin við hagræðingaraðgerðir í rekstri þá náðum við ekki að uppfylla þessi viðmið um að samanlög heildarútgjöld á þriggja ára tímabili séu ekki hærri en sem nemur reglulegum tekjum. Við þurfum því að fara í frekari vinnu við að greina hagræðingarmöguleika á nýju ári,“ segir Kolfinna að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is