Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2015 04:37

Sóknarhugur á ráðstefnu um framtíð háskóla í Borgarbyggð

Sóknarhugur var í fólki á ráðstefnu um framtíð háskóla í Borgarbyggð sem haldinn var í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsinu, í Borgarnesi í dag. Ráðstefnan var vel sótt og fundarsalurinn í Hjálmakletti þétt skipaður. Meðal gesta og frummælenda á fundinum var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra en talsvert var rætt um nýjasta útspil menntamálaráðuneytisins varðandi skipulag háskólastarfs í landinu, það að háskólanir þrír í Norðvesturkjördæmi, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn á Hólum verði gerðir að sjálfseignastofnunum en rekstur þeirra sameinaður. Ráðherra sagði að með þessu væru áformin ekki að kroppa nokkur stöðugildi af skólunum til fjárhagslegar hagræðingar, heldur væri markmiðið að finna möguleika til að styrkja þá og skapa þeim ákveðna sérstöðu til viðbótar og fjölbreytni öðru háskólastarfi í landinu. Ráðherra boðaði að í undirbúningi væri stofnun starfs- og vinnuhóps sem myndi vinna að þessu verkefni. Ætlunin væri að í þeim hópi yrðu auk fulltrúa ráðuneytis og úr háskólasamfélaginu, sveitarstjórnarmenn og fulltrúar atvinnulífsins.

 

 

Rektorar háskólanna í Borgarbyggð voru meðal frummælenda á fundinum. Vilhjálmur Egilsson rekstur Háskólans á Bifröst sagði skólastarf í mikilli sókn og nemendum væri að fjölda. Námsframboð í skólanum væri öflugt og nýjan línan í Forystu og stjórnun algjörlega að slá í gegn. Með áformum um sameiningu háskólanna í Borgarfirði yrði að leggja upp með að útkoman yrði öflug menntastofnun. Björn Þorsteinsson rektor LhbÍ á Hvanneyri kvaðst hafa efasemdir um sjálfeignastofnunar-fyrirkomulagið, en skipulögðu undanhaldi Landbúnaðarháskólans yrði engu að síður að linna og landbúnaðarmenntun yrði að efla í landinu. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar kvaðst mjög ánægð með ráðstefnuna og einnig hugmyndina um sameiningu háskólanna þriggja. Sagðist hún sjá ákveðin tækifæri í því og hugmyndin væru í þeim anda sem heimafólk hefði rætt. Hvatt var til þess á fundinum að starf vinnuhópsins myndi hefjast sem fyrst. Það var Framfarafélag Borgfirðinga sem síðasta haust fór af stað með hugmynd um ráðstefnuna en að henni stóðu einnig Borgarbyggð og háskólarnir á Bifröst og Hvanneyri auk Snorrastofu.

Nánar verður fjallað um ráðstefnuna í næsta blaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is