02. febrúar. 2015 08:01
Afli báta sem róa frá Snæfellsnesi er að taka góðan kipp þessa dagana og vertíð að komast vel í gang. Þrálátar brælur hafa þó sett stórt strik í reikninginn undanfarið og aðeins stærri bátar sem komist hafa á sjó. En núna síðustu daga hafa smærri bátar einnig getað róið og aflinn verið með ágætum í flest veiðarfæri. Á meðfylgjandi mynd er Guðlaugur Rafnsson á netabátnum Katrínu SH að landa afla dagsins eða sex tonnum sem fengust í 50 net eftir stutta lögn að sögn Guðlaugs.