Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2015 09:01

Margrét Marteinsdóttir kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

Margrét Marteinsdóttir, vert á Kaffihúsi Vesturbæjar í Reykjavík og fyrrum frétta- og dagskrágerðarkona á RUV, var á laugardaginn kjörin formaður stjórnar Bjartrar framtíðar. Kjörið fór fram á aukaársfundi flokksins sem haldinn var á Akranesi. Margrét hlaut 53% greiddra atkvæða, en gjaldkeri og varaþingmaður flokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir var einnig í framboði. Stjórnarformaður er annar formaður flokksins en viðkomandi stýrir stjórn Bjartrar framtíðar sem telur 80 manns, hefur umsjón með málefnastarfi flokksins og er tengiliður stjórnar við sveitarstjórnarframboð.

Margrét er 43 ára, býr í Reykjavík og starfar sem vert á Kaffihúsi Vesturbæjar. Hún vann í 16 ár á Ríkisútvarpinu, lengst af sem fréttakona en starfaði þar einnig við dagskrárgerð um árabil auk þess að vera varafréttastjóri og dagskrárgerðarstjóri á Rás 1 og Rás 2. Fyrir þann tíma vann hún að mestu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, lengst af á Grund. Hún hefur starfað með Bjartri framtíð síðan fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þar sem hún var í framboði í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is