Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2015 09:33

Vesturlandsliðin töpuðu í undanúrslitum Bikarkeppninnar

Vesturlandsliðin sem eftir voru í Bikarkeppninni í körfubolta töpuðu bæði í undanúrslitum keppninnar um helgina. Skallagrímsmenn börðust eins og ljón á móti Stjörnumönnum þegar liðin mættust í Borgarnesi í gær en urðu að sætta sig við fimm stiga tap; 97:102. Sami munur var reyndar eftir hvern fjórðunganna fjögurra. Stjarnan fer því í Laugardalshöllina í úrslitaleikinn. Snæfellskonur höfðu á laugardaginn tapað óvænt nokkuð stórt fyrir Keflavíkurstúlkum suður með sjó, 81:64. Keflvíkingar fara því enn einu sinni í úrslitaleikinn í Höllinni, en Snæfell sem hefur verið í þeirri stöðu undanfarin ár er úr leik.

 

 

Skallagrímsmenn lögðu allt í sölurnar á móti Stjörnumönnum, enn og aftur drifnir áfram af Sigtryggi Arnari Björnssyni og Tracy Smith. Gestirnir náðu þó snemma yfirhöndinni og létu hana ekki af hendi. Skallagrímsmenn seigluðust og hleyptu gestunum aldrei langt frá sér en vantaði herslumuninn til að sigra. Tracy Smith var stigahæstur Skallagrímsmanna með 29 stig, Sigtryggur Arnar kom næstur með 26, Páll Axel Vilbergsson 18, Davíð Ásgeirsson 12, Daði Berg Grétarsson 5, Magnús Þór Gunnarsson 3 og þeir Egill Egilsson og Trausti Eiríksson 2 stig hvor.

 

Kvennaleikurinn í Keflavík var jafn framan af en heimastúlkur þó með frumkvæðið. Þær voru stigi yfir eftir fyrsta leikhluta og fjórum stigum yfir í hálfleik 33:29. Í seinni hálfleiknum voru Keflavíkurstúlkur mun ákveðnari og sigruðu eins og áður segir örugglega 81:64. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var óánægður með margt í leik síns liðs eftir leikinn. Kristin McCarthy var stigahæst hjá Snæfelli með 22, Hildur Sigurðardóttir 15, Berglind Gunnarsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5 stig hvor, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4 stig hvor, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir og María Björnsdóttir 2 stig hvor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is