Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2015 09:01

NFFA frumsýnir Grease í apríl

Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir uppsetningu á söngleiknum Grease. Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló eins og hann er jafnan kallaður, leikstýrir verkinu.  Emilía Ottesen er danshöfundur og Birgir Þórisson er tónlistarstjóri. Að sögn Heiðmars Eyjólfssonar formanns leiklistarklúbbsins eru margir sem koma að uppsetningu sýningarinnar. „Það eru í kringum 20 hlutverk í sýningunni sjálfri en alls er um 60 manna hópur sem kemur að þessu og flestir þeirra eru nemendur í skólanum,“ segir Heiðmar sem jafnframt fer með eitt af aðalhlutverkum í sýningunni. Hann fer með hlutverk Danny og Hjördís Tinna Pálmadóttir leikur Sandy.

Þetta er í fyrsta sinn sem Grease verður sett upp á Akranesi. Í fyrra setti leiklistarklúbburinn upp gamanleikinn Gauragang við góðar viðtökur. Heiðmar tók einnig þátt í þeirri sýningu og segir að viðtökurnar hafi verið vonum framar. „Við ætluðum að vera með sjö sýningar en tveimur aukasýningum var bætt við. Næstum fullt var á allar sýningar og þetta gekk mjög vel. Það verður lagt enn meira í sýninguna í ár, það er alltaf verið að toppa sig,“ segir Heiðmar. Búast má við skemmtilegri og fjölskylduvænni sýningu hjá NFFA þetta árið, enda hentar söngleikurinn vel fyrir alla aldurshópa. Söngleikurinn verður frumsýndur í Bíóhöllinni í byrjun apríl.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is