04. febrúar. 2015 12:42
Gistiheimilið Iceland Guesthouse – Hvítá hefur byrjað rekstur á Hvítárbakka í Borgarfirði. Það er í húsinu á Hvítárbakka sem síðast hýsti meðferðarheimili fyrir unglinga en þjónaði í upphafi sem orlofshús fyrir starfsmenn varnarliðsins á Miðnesheiði. Rekstri meðferðarheimilis var hætt í ársbyrjun 2008. Húsið var í eigu Borgarbyggðar og stóð autt allt það ár. Í árslok 2008 gáfu vatnslagnir sig innandyra og húsið varð fyrir miklum skemmdum. Núverandi eigendur, hjónin Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir, keyptu húsið í mars á síðasta ári. Þau hafa unnið hörðum höndum að viðgerðum og endurbótum með það fyrir augum að reka þar gistiheimili.
Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.