Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2015 12:55

Bygging húss fyrir sjóstangveiðimenn er nú að hefjast á Akranesi

Magnús Freyr Ólafsson forvígismaður í ferðaþjónustu tengdri sjóstangveiði á Akranesi ætlar að færa út kvíarnar í starfseminni í vor. Magnús Freyr hefur starfrækt farfuglaheimili við Suðurgötu 32 á Akranesi síðustu árin. Hann hefur nú fengið lóð og byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni þar framan við, á Suðurgötu 33. Það hús verður ætlað áhöfnum sjóstangveiðibáta og er um að ræða lítið fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum, hver íbúð um 100 fermetra að stærð og fjögurra herbergja. Jarðvegsskiptum er nú lokið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Áformað er að tvær íbúðanna í húsinu verði tilbúnar þegar háannatíminn hefst í ferðamennskunni í vor. Magnús Freyr sagði í samtali við Skessuhorn að hver íbúð yrði ætluð sex manna áhöfn sjóstangveiðibáta. Hann segir að núna sé nær fullpantað í sjóstangveiði næsta sumar á bátinn Frey AK 81 sem félagið á og gerður er út til sjóstangveiðanna. Nú er unnið að því að fjárfesta í öðrum báti til að gera út á sjóstöngina í sumar.

 

 

Magnús Freyr vinnur að sjóstangveiðiverkefninu með þýska athafnamanninum Jens Kalinke sem hefur sín sambönd í Evrópu auk þess sem Magnús Freyr vinnur einnig að markaðsmálunum. Til stóð að þeir félagar myndu reisa sex smáhýsi á Akurshóli á Akranesi og það ferli var komið langt þegar þeir hurfu frá þeim áformum. „Okkur sýndist ekki sátt um þessa staðsetningu húsanna og því var þessi kostur tekinn,“ sagði Magnús. Hann segir að nýja húsið verði byggt úr forsteyptum einingum og bygging þess eigi ekki að taka langan tíma. Fjármögnun sé lokið og ekki verði beðið boðanna með að hefja framkvæmdir enda tilskilin leyfi fyrir hendi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is