Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2015 06:01

SamVest krakkar æfðu frjálsar hjá FH

Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum fór fram í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag. Rúmlega þrjátíu krakkar af Vesturlandi á aldrinum 10 - 16 ára mættu og nutu leiðsagnar þjálfaranna Ragnheiðar Ólafsdóttur, Einars Þórs Einarssonar, Eggerts Bogasonar og Boga Eggertssonar frá FH. Bjarni Þór Traustason þjálfari UMSB hafði umsjón með æfingunni og aðstoðaði við þjálfun. Greinarnar sem teknar voru fyrir á æfingunni voru kúluvarp, langstökk, hástökk, grindahlaup og start og spjót fyrir þau sem vildu. Auk þess var æft að starta í beygjum á hlaupabraut. Lagt var upp með að ofgera ekki þátttakendum, þar sem flestir áttu tveggja daga keppni fyrir höndum á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll. Samæfingin var skipulögð þannig að ferðin gæti nýst betur þar sem vitað var að margir tækju þátt í Stórmótinu. SamVEst bauð hressingu á æfingu en eftir æfinguna fór hópurinn saman að borða í nágrenninu.

 

SamVest er samstarf sjö héraðssambanda í frjálsum íþróttum og nær yfir allt Vesturland, frá Kjalarnesi til sunnanverðra Vestfjarða. Þetta er þriðja starfsár SamVest, sem hefur m.a gengist fyrir sameiginlegum æfingum í Reykjavík og á starfssvæðinu, sumarmóti, æfingabúðum og heimsókn gestaþjálfara á starfssvæðið. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur eins af leiðtogum SamVest samstarfsins er stefnt á þátttöku SamVest í Gautaborgarleikunum í Svíþjóð í sumar, með þátttakendur 12 ára og eldri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is