Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2015 11:35

ÖBÍ og Þroskahjálp kalla eftir aðgerðum strax

Þroskahjálp og ÖBÍ hefur sent frá sér tilkynningu í ljósi þess hörmulega atburðar sem átti sér stað í Reykjavík í gær þegar fötluð og mállaus stúlka var skilin eftir í ferðaþjónustubíl á vegum Strætó bs í marga klukkutíma.

„Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. þar sem vítavert gáleysi var sýnt í starfi. Alvarleg atvik hafa átt sér ítrekað stað og hefur fatlað fólk og hagsmunasamtök þeirra margoft bent á hættuna sem hefur verið yfirvofandi hjá ferðaþjónustunni vegna skorts á samráði, regluverki og vanhugsaðri framkvæmd. Margt af því sem upp hefur komið hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef betur hefði verið staðið að undirbúningi og ef tekið hefði verið tillit til ábendinga fatlaðs fólks, þarfa þeirra og þekkingar. Aðgerða er þörf nú þegar og lýsa samtökin eindregnum vilja til að koma að málum.“

 

Þá má bæta því hér við að Elsa Lára Arnardóttir þingmaður, sem sæti á í velferðarnefnd Alþingis hefur óskað eftir aukafundi í nefndinni til að ræða þau alvarlegu mál sem eru að koma upp í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. „Ég óska eftir því að fá fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur á fundinn, aðila frá Þroskahjálp, Öryrkjabandalaginu og fleiri hlutaðeigandi aðilum. Það er fullt erindi að mínu mati að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir Elsa Lára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is