06. febrúar. 2015 08:01
Talsvert færri kaupsamningum var þinglýst um fasteignir á Vesturlandi í janúar síðastliðnum en mánuðina á undan. Alls var 18 samningum þinglýst. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og einnig sex samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 319 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning 17,7 milljónir króna. Af þessum 18 samningum voru einungis þrír um eignir á Akranesi, stærsta sveitarfélaginu. Þeir voru allir um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 34 milljónir króna og meðalupphæð á samning því 11,3 milljónir króna.