Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2015 04:04

Segir reynt að svipta stjórnvöld og menntastofnanir lögbundnum rétti sínum

Björn Þorsteinsson rektor LbhÍ var einn þeirra sem flutti framsögurendi um framtíð háskóla í Borgarbyggð á ráðstefnu sem fram fór í síðustu viku. Björn sagði í upphafi síns máls að eitt heildareinkenni íslenska háskólakerfisins væri vanfjármögnun. Hann fór vítt og breidd yfir sviðið og sagði að háskólar á Íslandi ættu sér í alþjóðlegum samanburði ekki langa sögu. Þannig eigi raunverulegur háskólarekstur í alþjóðlegum skilningi, þar sem tvinnað er saman rannsóknum og kennslu, ekki lengri en 15‐25 ára sögu. Björn benti á mikilvægi þess að menn átti sig á því að Landbúnaðarháskólinn sé ekki borgfirskur háskóli. „Hann er þjóðarháskóli á sínu sviði en er að hluta til staðsettur í og með höfuðstöðvar sínar í Borgarfirði í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem telur 1,08% landsmanna. Skólinn er rekinn af ríkisfé en nærist af litlu eða engu leyti af heimafengnum afla úr héraði. Hins vegar nærist nærsamfélagið af skólanum en sú staðreynd hefur skotið þeirri hugmynd niður í kollinn á sveitarstjórnarmönnum að þar með geti þeir gert tilkall til íhlutunar um málefni skólans, t.d. virkjað þingmenn og samtök bænda til að stöðva áform menntamálaráðherra um sameiningu HÍ og LbhÍ sem  kynnt voru á síðasta ári í samræmi við markaða stefnu þessara skóla og lögbundna lögsögu þeirra í eigin málum. Þetta er dæmi um hvernig stjórnvöld og menntastofnanir sem eiga að fara með sjálfræði í eigin málum hafa verið svipt þessum lögbundna rétti til að fara með eigin mál. Það væri lögfræðilega áhugavert úrlausnarefni að gera stjórnsýsluúttekt á hvaða merkingu slík forræðissvipting hefir gagnvart lögum og Stjórnarskrá,“ sagði Björn Þorsteinsson.

 

Ítarlega er fjallað um ráðstefnuna um framtíð háskóla í Borgarbyggð í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is