Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2015 11:34

Slakur seinni hálfleikur og tap gegn Þór

Snæfellingar lágu fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hólminum í Dominosdeildinni í körfu í gær. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum sem fyrir umferðina voru með jafnmörg stig í 5.-7. sæti deildarinnar. Þau berjast um að komast upp í fjögurra liða pakkann á toppnum sem gefur heimaleikjaréttinn þegar úrslitakeppnin hefst. Leikurinn var jafn framan af og mikil barátta í fyrri hálfleiknum þar sem Snæfell var yfir 23:21 eftir fyrsta leikhluta en Þór yfir í hálfleik 49:47. Gestirnir komu svo mun ákveðnari til seinni hálfleiks á meðan Snæfellingar spiluðu lélega vörn og leikgleðina virtist skorta. Ellefu stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn í stöðunni 76:65 og heimamönnum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil á lokakaflanum. Síðustu mínútur leiksins voru tíðindalitlar og eftirleikurinn tiltölulega auðveldur fyrir Þór sem sigaði 101:86.

 

 

Hjá Snæfelli var Chris Woods atkvæðamestur með 21 stig og 13 fráköst, Sigurður Þorvaldsson setti 20 stig, tók 5 fráköst og átti 4 stoðsendingar, Austin Magnús Bracey 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Snjólfur Björnsson 8 stig hvor, Óli Ragnar Alexandersson 4, Stefán Karel Torfason og Sindri Davíðsson 3 stig hvor og þeir Sveinn Arnar og Viktor Marinó 2 stig hvor. Grétar Ingi Vilbergsson var langatkvæðamestur í liði Þórs með 31 stig.

 

Snæfell er eftir tapið í 6. sæti deildarinnar með 16 stig. Í næstu umferð, þeirri sautjándu, fara Snæfellingar í Frostaskjólið og mæta Íslandsmeisturum og toppliði KR. Leikurinn er á dagskrá fimmtudagskvöldið 12. febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is