Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2015 05:08

Skrifað undir kaup á nýju sneiðmyndatæki frá Siemens

Það var létt yfir félögum í stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og starfsfólki stofnunarinnar í dag enda gleðidagur. Skrifað var undir kaup á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir HVE á Akranesi. Að undangenginni verðkönnun verður keypt tæki frá Siemens í Þýskalandi en umboðsmenn þess hér á landi er Smith og Norland. Halldór Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri S&N og Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvinasamtakanna skrifuðu undir kaupsamninginn. Áætlað er að framleiðsla tækisins taki tíu vikur og uppsetning þess um vikutíma. Kostnaður við tækjakaupin er um 40 milljónir króna og er búið að safna þeim peningum. Íslenska ríkið greiðir 15 milljónir en 25 milljónir eru gjafafé frá fjölmörgum fyritækjum, félagasamtökum og einstaklingum í landshlutanum sem lagt hafa myndarlega til söfnunarinnar. Samtakamáttur við þessa söfnun var því mjög mikill og ánægjulegur. Steinunn Sigurðardóttir vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt höfðu verkefninu lið. „Nú er þungu fargi af mér létt,“ sagði Steinunn við þetta tækifæri. „Ég einsetti mér í byrjun að ljúka þessari söfnun á innan við einu ári og það tókst.“ Nú eru um 300 manns félagar í Hollvinasamtökum Vesturlands.

 

 

Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri á HVE sagði í samtali við Skessuhorn að tölvusneiðmyndatæki væri forsenda þess að áfram verði hægt að bjóða upp á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi. Án þess væri í besta falli hægt að tala um góða heilsugæslu. Þórir sagði að eftir að gamla sneiðmyndatækið bilaði í byrjun nóvember síðastliðnum hafi þurft að aka að meðaltali eina og hálfa ferð á dag með sjúklinga af Akranesi til rannsókna á Landspítalann eða í Domus Medica. Þá þjónustu þyrfti HVE að greiða samkvæmt fullum taxta og væri kostnaðurinn við slíkar rannsóknir á annan tug milljóna á ári. Án tækisins yrði spítalinn jafnframt án sértekna og margvíslegra verkefna. „Þessi stofnun hefði aldrei orðið söm við sig án nýs sneiðmyndatækis,“ sagði Þórir sem fagnaði líkt og aðrir þessum ánægjulegu tímamótum. En það eru mikið fleiri sem þurfa að leita langt sé ekki tæki sem þetta til staðar. Fram kom að meðaltali þyrftu tæplega sjö Vestlendingar á dag að sækja myndgreiningarþjónustu til Reykjavíkur meðan ekki væri tæki til staðar á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson fjármálastjóri HVE kom á framfæri þakklæti stofnunarinnar til hollvinasamtakanna í forföllum Guðjóns Brjánssonar forstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is