Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2015 09:01

Prófastur segir valnefnd hafa í hvívetna starfað eftir gildandi lögum og starfsreglum

Séra Skírnir Garðarsson var einn af tíu umsækjendum um embætti prests við Garðaprestakall á Akranesi þegar nýja starfið var auglýst laust til umsóknar fyrr í vetur. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns ákvað valnefnd Garðaprestakalls að mæla með því að að sr. Þráinn Haraldsson, sem undanfarin fjögur ár hefur starfað í Noregi, yrði ráðinn í starfið. Í kjölfar þess staðfesti biskup þá niðurstöðu valnefndar að skipa sr. Þráinn í embættið. Séra Skírnir Garðarsson er hins vegar ósáttur við ákvörðun valnefndar og biskups. Gengur hann svo langt að halda því fram að þeir sem komið hafi að ráðningunni hafi ekki haft landslög að leiðarljósi. Hefur hann kallað eftir rökstuðningi frá biskupi og óskar eftir að fundargerðabók valnefndar verði gerð aðgengileg þeim sem sóttu um starfið, en þó innan þeirra marka sem ákvæði persónuverndarlaga heimila. Prófasturinn í Vesturlands-prófastsdæmi vísar á bug ásökunum séra Skírnis og segir valnefnd Garðaprestakalls í hvívetna hafa farið að settum lögum og starfsreglum.

Í auglýsingu um starf viðbótarprests við Garðaprestakall kom meðal annars fram að við val á nýjum presti yrði hæfni í mannlegum samskiptum lögð til grundvallar sem og reynsla af barna- og æskulýðsstarfi. Séra Skírnir telur að málsmeðferð við ráðninguna hafi verið stórlega ábótavant, einkum gagnvart þeim prestvígðu konum sem sóttu um starfið. Ekki hafi verið litið til jafnréttislaga og ákvæða Stjórnarskrár um bann við mismunun vegna aldurs og skoðana. Þá telur hann að biskup hafi verið settur í óþægilega stöðu af valnefnd og prófasti. Hann hefur því í skriflegu erindi farið fram á rökstuðning biskups. Samkvæmt heimildum Skessuhorns mun séra Skírnir hafa verið boðaður til fundar á biskupsstofu í þessari viku vegna málsins.

 

 

Vísar á bug ásökunum séra Skírnis

Að sögn sr. Þorbjarnar Hlyns Árnasonar prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi, sem veitir valnefndum í prófastsdæminu formennsku, fundaði valnefnd Garðaprestakalls á tveimur fundum í alls fjórtán klukkustundir þegar tekin voru viðtöl við alla umsækjendur, farið yfir umsóknir og þær metnar. „Niðurstaða valnefndar og rökstuðningur ásamt fundargerðum voru sendar biskupi sem félst á niðurstöðu valnefndar og skipaði séra Þráinn í embættið. Með mér og nefndinni starfaði auk þess löglærður fulltrúi biskups, eins og áskilið er í starfsreglum. Valnefnd Garðaprestakalls starfaði algjörlega eftir gildandi lögum og starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Því get ég ekki annað en vísað á bug fullyrðingum séra Skírnis um annað,“ segir séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is