Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2015 05:39

Meinstríðinn meðlimur í útsvarsliði

Keppni Faxaflóaliðanna Reykjavíkur og Akraness endaði á föstudagskvöldið með sigri borgarbúa í Útsvari, spurningaþætti í Ríkissjónvarpinu. Viðureignin endaði 62:56 og réðust úrslit í fimm stiga spurningu sem Reykjavíkurliðið valdi í lokin þegar staðan var 56:57. Keppnin var afar jöfn allan tímann og raunar nánast tilviljun hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Athygli þeirra sem fylgdust með þættinum og voru jafnframt með smáforritið Twitter í gangi, beindist fljótlega að því að engu líkara væri en Vífill Atlason, einn liðsmaður Skagaliðsins, væri í gríð og erg að setja inn „meinleg“ smáskilaboð eða "tíst". Meðan á þættinum stóð fóru rúmlega 50 tíst í hans nafni á Twitter. En ekki var allt sem sýndist! Eftir að blaðamaður á vefritinu Nútímanum birti frétt um meint athæfi í morgun kom hið sanna í ljós, sem reyndar ýmsa grunaði. Vífill er eins og ýmsir vita meinstríðinn. Enn er í fersku minni þegar hann sem unglingur hrindi í Hvíta húsið í Washington og bað um samtal við forsetann í nafni Ólafs Ragnars Grímssonar. Munaði að sögn ekki miklu að hann næði alla leið og fengi að ræða við George Bush. Á föstudaginn hafði Vífill fengið vin sinn til að stýra Twitter forriti sínu meðan þátturinn stóð yfir og skrá þar ýmsar meinlegar athugasemdir um spurningar, spurningahöfund, mótherjana og fleira. Hafi Vífill sjálfur verið að færa þær inn, hefði það í versta falli verið flokkað sem svindl í keppninni, en í besta falli að liðsmaðurinn hafi verið að dreifa athyglinni meira en eðlilegt mætti teljast. Hið rétta kom síðan í ljós þegar Vífill upplýsti Nútímann um hrekkinn. Það skal tekið fram að enn eru um átta vikur í 1. apríl!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is