Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2015 10:46

Stórsigur Snæfellskvenna á Grindavík

Snæfellskonur stigu ekki feilspor í toppbaráttunni í Dominosdeild kvenna síðastliðinn laugardag þegar Grindavíkurstúlkur komu í heimsókn. Heimaliðið byrjaði mjög vel í leiknum og Snæfellskonur gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Niðurstaðan var stórsigur Snæfells 101:76. Með sigrinum er Snæfell með 34 stig og tveggja stiga forskot á Keflavík sem er í öðru sætinu. Langt er í liðin í þriðja og fjórða sætinu en það eru Grindavík og Haukar með 24 stig.

Snæfell var komið í stöðuna 28:15 eftir fyrsta leikhluta og yfirburðirnir voru svipaðir í öðrum leikhluta. Staðan var 57:29 í hálfleik og því formsatriði að klára leikinn fyrir Snæfellskonur. Þær héldu reyndar áfram að auka muninn með því að vinna þriðja leikhluta 27:14 en töpuðu síðan lokafjórðungnum 17:23. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 42 stig, Hildur Sigurðardóttir 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 5 og María Björnsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4 stig hvor.

 

 

Næsti leikur hjá Snæfellskonum verður í Hveragerði á miðvikudagskvöld gegn Hamri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is