Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2015 01:01

Skagamenn sigruðu í háspennuleik

Lið ÍA í fyrstu deildinni í körfuboltanum vann sætan og mjög mikilvægan sigur þegar Ísfirðingar komu í heimsókn í íþróttahúsið í Vesturgötuna í gær. Framan af leit alls ekki út fyrir að Skagamenn myndu fara með sigur af hólmi í leiknum. Gestirnir voru mun betra liðið í fyrri hálfleiknum, höfðu átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta 19:11 og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 39:27. Allt annar bragur var á Skagaliðinu í seinni hálfleiknum þótt það tæki sinn tíma að vinna upp þetta forskot gestanna. Þannig munaði enn tíu stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn en þá fór allt að gerast. Háspennustig var á lokamínútunum og með mikilli seiglu og baráttuvilja tókst Skagamönnum að sigra með eins stigs mun; 79:78.

Jamarco Warren skoraði 27 stig fyrir ÍA, Áskell Jónsson 22, Ómar Örn Helgason 12, Birkir Guðjónsson 6, Fannar Freyr Helgason 4 og Oddur Helgi Óskarsson 2. ÍA er þar með aftur komið í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 12 leiki.

 

Í næstu umferð mæta Skagamenn neðsta liðinu í deildinni, Þór norður á Akureyri, og fer leikurinn fram næstkomandi sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is