09. febrúar. 2015 02:00
Íslensku lýsingarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Vetrarhátíð í Perlunni síðastliðinn laugardag. Það er Ljóstæknifélag Íslands sem stendur fyrir samkeppni um bestu lýsinguna. Lýsing á endurbættu Akratorgi á Akranesi hlaut verðlaunin að þessu sinni. Fulltrúar Landmótunar, Verkís og Akraneskaupstaður voru viðstaddir og tóku við verðlaununum.