Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2015 10:49

Undirbúa Gleðileikana 2015 í Borgarnesi

Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi, í samvinnu við fjölmarga sjálfboðaliða, Grunnskólann í Borgarnesi, Björgunarsveitina Brák, Skátafélag Borgarness og fleiri undirbúa Gleðileikana 2015. Hugmyndin að baki Gleðileikanna er að unglingarnir takist á við krefjandi verkefni sem er ekki hluti af þeirra daglega skólalífi. Gleðileikarnir sjálfir eru þrautaleikur sem fer fram á þriðjudegi til fimmtudags frá hádegi til loka skóladags unglinganna dagana 3. – 5. mars næstkomandi.

„Sjálfstæði og samvinna eru einkunnarorð leikanna og miðast að því að efla samheldni og samstöðu í samfélaginu okkar sem og gefa nemendum á efsta skólastigi tækifæri til að spreyta sig á skemmtilegum þrautaleik. Markmiðið er að hver og einn unglingur fari frá þessum leikum með jákvæð og falleg orð í farteskinu og nýja sýn á eigin styrk og getu,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnisstjóri Gleðileikanna 2015.

 

 

 

Eva Hlín segir að í anda samfélagsábyrgðar og samvinnu sé nú óskað eftir aðstoð nærsamfélagsins og sér í lagi foreldra til að taka þátt í þessum leikum og setja upp verkefni víðsvegar um neðri bæinn í Borgarnesi. „Í fyrra komu um 50 manns að með einum eða öðrum hætti til aðstoðar og eiga mikla þökk fyrir. Aftur biðlum við til foreldra og/eða annarra íbúa að gefa kost á sér og taka þátt í verkefni sem eflir samstöðu og samhug í sveitarfélaginu okkar. Sérstaklega eru fyrirtæki á svæðinu hvött til að sýna stuðning sinn í verki með því að „lána“ starfsfólk og þannig gefa starfsfólki sínu kost á að leggja verkefninu lið á vinnutíma sínum. Opinn kynningafundur verður haldinn mánudagskvöldið 16. febrúar í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi klukkan 20:15 og er áhugasamir hvattir til að mæta,“ segir Eva Hlín. Einnig er hægt að hafa samband við hana í síma 696-7910 eða á: evahlin@bifrost.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is