10. febrúar. 2015 01:28
Víkingur Ólafsvík varð á dögunum B-deildar meistari Fótbolta.net mótsins þegar liðið vann HK með þremur mörkum gegn tveimur í hreinum úrslitaleik. Leikurinn fór fram síðastliðinn fimmtudag í Kópavogi. HK-ingar fóru betur af stað í leiknum þar sem Guðmundur Magnússon fyrrum liðsmaður Víkings kom Kópavogsliðinu yfir strax á sjöundu mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Víkingar komu grimmir til seinni hálfleik og fyrirliðinn Steinar Már Ragnarsson jafnaði metin strax á 46. mínútu. Ingólfur Sigurðsson, sem nýlega gekk í raðir Víkings, kom sínum mönnum yfir á 64. mínútu og nýr leikmaður Víkings Kenan Turudija jók forystuna í 3:1 rúmum fimm mínútum síðar. HK menn náðu síðan að klóra í bakkann og skora sitt annað mark í leiknum á 89. mínútu en nær komust þeir ekki og Víkingur því meistari. Víkingsliðið hefur þar með borið sigur úr býtum í tveimur fyrstu mótum ársins. Lengjubikarinn byrjar síðan um næstu helgi þegar Víkingar mæta Breiðablik í Fífunni Kópavogi klukkan 12 laugardaginn 14. febrúar.