Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2015 03:56

Einungis fært vel búnum jeppum um Skorradalsveg

„Nú er mælirinn einfaldlega fullur og get ég ekki orða bundist,“ segir Sigrún Þormar sem býr á Dagverðarnesi í Skorradal. Sigrún er þarna að lýsa ástandi vegarins inn með Skorradalsvatni að norðanverðu. „Vegagerðin telur sig ekki hafa peninga til að halda veginum við en einhverra hluta vegna var sett efni í veginn á síðasta ári sem gerði hann enn verri. Þetta er leirborið efni sem veðst upp í bleytutíð og nú er svo komið að einungis er fært um dalinn fyrir vel búna og öfluga jeppa. Þegar frystir verður sundurskorinn vegurinn svo stórhættulegur allri umferð,“ segir Sigrún.

 

 

Sjálf situr Sigrún í sveitarstjórn Skorradalshrepps og sem fulltrúi þar heyrði hún nýlega umdæmisstjóra Vegagerðarinnar segja á fundi að engir peningar væru á áætlun til að lagfæra veginn um Skorradal. Sigrún segir að ástand vegarins hafi margvíslegar hliðarverkanir. „Nú er nytjaskógrækt að aukast hjá Skógrækt ríkisins og þar hafa menn miklar áhyggjur af að vaxandi timburflutningar eigi eftir að reynast erfiðir og kannski koma í veg fyrir að skógræktin geti selt timbur. Þá veit ég um fólk sem á sumarhús hér í landi Dagverðarness sem íhugar að setja hús sitt á sölu af því það telur sig ekki geta notað það eins og það vill, hvernær sem er ársins. Það er gríðarmikil sumarhúsabyggð og vaxandi áhugi fyrir heilsárs búsetu hér í dalnum enda að flestu öðru leyti frábært að eiga hér frístundahús,“ segir Sigrún. Þá nefnir hún þá hættu sem ill- eða ófær vegur getur haft, svo sem vegna aksturs neyðarbíla enda eru þeir almennt ekki búnir fjórhjóladrifi. Sigrún starfar í Reykholti og reynir að sækja þangað vinnu daglega. Versta farartálmann segir hún vera klifið ofan við Hvamm. „Ef allt væri eðlilegt léti Vegagerðin taka þessa háu brekku, vinna úr grjótinu efni til ofaníburðar og bæta veginn. Ég sem íbúi hér mótmæli því einfaldlega að ríkisvaldið bjóði okkur upp á þjóðvegi sem verða ófærir við minnstu veðrabreytingar,“ segir Sigrún Þormar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is