Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2015 08:00

Skema heldur Minecraft námskeið á Akranesi

Fyrirtækið Skema hefur á síðustu misserum haldið fjölda Minecraft námskeiða í Reykjavík. Námskeiðin hafa verið þétt setin, sem segir mikið til um þann áhuga sem ríkir á leiknum og fjölda virkra Minecraft spilara á Íslandi. Leikurinn kom fyrst á markað árið 2009 og er í dag vel þekktur meðal barna og unglinga auk þess sem fullorðnir hafa mjög gaman af því að skapa sína eigin heima í leiknum sem byggir á skapandi hugsun, arkitektúr og hönnun. Nú ætlar Skema að vera með námskeið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi helgina 28. febrúar – 1. mars. Boðið verður upp á tvö sex klukkustunda námskeið fyrir tvo aldurshópa, annarsvegar 7-10 ára og hinsvegar 11-14 ára.

 

 

 

Ævintýraferðir - hönnun mannvirkja

Leikurinn Minecraft var upphaflega hannaður af sænska forritaranum Markus „Notch“ Persson og var síðar þróaður og gefinn út af sænska fyrirtækinu Mojang sem í dag er í eigu Microsoft. Hér er um að ræða sýndarheim sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn og geta spilarar ýmist spilað einir eða við aðra, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast. Leikmenn í Minecraft byggja og hanna mannvirki og/eða heilu samfélögin með því að raða saman einingum (teningum) í þrívíddar umhverfi. Leikmaður þarf að vinna í því að eignast rétta búnaðinn, auðlindirnar og eiginleikana til að geta byggt heim sinn og viðhaldið m.a. kröftum og heilsu. Minecraft hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir frumlegheit, nýsköpun og virkni.

 

Lærdómur á námskeiði

Á Minecraft námskeiði er farið yfir öll helstu atriði í tölvuleiknum. Nemendur læra að setja svokölluð „mod“ inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli. Þá læra nemendur að setja upp vefþjónn sem gerir þeim kleift að spila saman sem hópur og leysa ákveðin verkefni. Netöryggi varðandi aðgangsstýringar vefþjóna er einnig tekið fyrir, að mikilvægt sé að læsa þeim fyrir utanaðkomandi til að geta spilað í öruggu umhverfi. Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum og kunni notendanafn sitt og lykilorð.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning á www.skema.is

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is