Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2015 10:30

Samskipti við fjölda fólks gera starfið enn skemmtilegra

Eitt þeirra fyrirtækja sem ber ábyrgð á grunnþjónustu við íbúa á stórum hluta Vesturlands er Orkuveita Reykjavíkur. Fyrirtækið sem veitir bæði yl og birtu inn á flest heimili á Akranesi, Borgarnesi og allt vestur á Snæfellsnes til Stykkishólms og Grundarfjarðar. Gissur Þór Ágústsson kom til starfa hjá HAB, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, árið 1981 og hefur mörg síðustu árin verið svæðisstjóri OR á Vesturlandi. Það þekkja því fáir ef nokkur jafn vel og hann inn á gríðarstórt þjónustu- og rekstrarkerfi veitunnar á Vesturlandi. Mestur er rekstur Orkuveitunnar á Akranesi, þar sem fyrirtækið er með allar fimm veiturnar, fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, fráveitu og gagnaveitu. Orkuveitan stendur fyrir miklum framkvæmdum á Vesturlandi um þessar mundir og fyrirhuguð eru fleiri verkútboð á árinu. Ein allra mikilvægasta framkvæmdin á seinni árum komst í gagnið rétt fyrir jólin þegar nýr 6.200 rúmmetra miðlunartankur fyrir heitt vatn við Akranes var tekinn í notkun. Gissur sagði tankinn bestu jólagjöfina. „Ég stend fyllilega við þau orð. Það er ekki nóg með að þessi framkvæmd tryggi afhendingaröryggi á heitu vatni til íbúanna, heldur kemur hún stórlega til góða fyrir okkar starfsmenn sem oft, við mjög erfiðar aðstæður, illviðri og náttmyrkur, höfum þurft að berjast við það í tímapressu að koma heita vatninu aftur á. Það hefur samt alltaf verið þannig að við höfum haft það í forgangi að allir skili sér heim og tímapressan verið látin víkja fyrir öryggi starfsmanna,“ segir Gissur.

 

Nánar er rætt við Gissur Þór Ágústsson, svæðisstjóra OR á Vesturlandi, í ítarlegu viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is