Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2015 03:00

„Hér er alltaf pláss fyrir fleira fólk og við ætlum að búa hér áfram“

Hjónin Hjalti Freyr Kristjánsson og Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld búa ásamt þremur börnum sínum á Hólum í gömlu Hvammssveit í Dalabyggð. Bærinn stendur norðan megin skömmu eftir að beygt er inn á veginn út á Fellsströnd. Hjalti er Dalamaður, búsettur á Hólum svo gott sem alla ævi en með smá hléum þó. Rebecca kemur frá Danmörku, fædd og uppalin skammt norður af Kaupmannahöfn. Hún er menntuð búfræðingur og leiðsögumaður. Rebecca hefur verið heilluð af Íslandi síðan hún kom hingað fyrst árið 2002. Hér fann hún ástina, hefur eignast börn og bústofn og vill hvergi annars staðar vera. Ísland er hennar land og heimili.

Heimili á Hólum

 

Við setjumst niður í stofunni í vistlegu íbúðarhúsinu á Hólum. Annars er ekki mikill húsakostur á jörðinni. Skammt frá er þó eins konar kúluhús. Hjalti Freyr útskýrir að það sé notað undir dýrahald. „Þetta var upphaflega smíðað úr hlutum af ratsjárkúlu sem var á Keflavíkurflugvelli. Í dag búa þarna endurnar okkar, hænur, kanínur og jafnvel fleiri dýr.“ Fjölskyldan býr þó með fleiri dýr en þau eru ekki vistuð á Hólum. Meira um það síðar í viðtalinu. Fáum fyrst Hjalta Frey til að lýsa því hvernig þau Rebecca séu nú ábúendur á Hólum.

 

Skessuhorn vikunnar kom út í dag. Þar má meðal annars lesa ítarlegt viðtal við hjónin Hjalta Frey og Rebeccu um líf þeirra og störf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is