Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2015 06:01

Stefnt er að fyrstu skóflustungu að sólarkísilverksmiðju í apríl

Sveitarstjórnarmenn á sunnanverðu Vesturlandi, ásamt fulltrúum Faxaflóahafna og þingmönnum í Norðvesturkjördæmi, funduðu með Davíð Stefánssyni verkefnisstjóra Silicor Materials á Akranesi undir lok síðustu viku. Á þeim fundi kom fram að listinn yfir þá fjölda tuga samninga sem ljúka þarf í undirbúningi verkefnisins vegna sólarkísilverksmiðjunnar er að styttast verulega. Davíð kvaðst bjartsýnn á að þeim yrði lokið þannig að allt yrði samanstillt í aprílmánuði og þá væri stefnt á formlega skóflustungu fyrir verksmiðjuna. Framkvæmdir yrðu síðan komnar á fullt með haustinu. Áætlanir gera ráð fyrir að vélbúnaður verksmiðjunnar yrði ræstur upp úr miðju ári 2017 og framleiðslan farin að streyma á markað á svipuðum árstíma 2018.

 

 

Fram kom á fundinum að sveitarfélögin á Vesturlandi eru fyrir nokkru farin að undirbúa sig fyrir að taka á móti stórum vinnustað eins og Silicor, enda búist við mikilli uppbyggingu á svæðinu. Forsvarsmenn sveitarfélaganna telja þau vel í stakk búin til að taka við stórum hluta þeirra starfsmanna sem áætlað er að fylgi komu Silicors á Grundartanga en það er um og yfir 450 bein störf.

 

Í máli Davíðs Stefánssonar á fundinum kom fram að bygging verksmiðjunnar væri ein stærsta fjárfesting sem væri í gangi hér á landi. Verkefnið er með hátt eiginfjárhlutfall, eða um 40%. Búið er að stofna bæði innlent félag og móðurfélag. Davíð segir að enn sé stefnt að því að a.m.k. þriðjungur hlutafjár verði í eigu íslenskra aðila og meðal annars vonast til að þar verði inni fjárfestingasjóðir í eigu lífeyrissjóðanna. Seðlabankinn hefur nú til meðferðar umsókn frá Silicor og þar er að sögn Davíðs ekki óskað eftir neinni sérmeðferð, aðeins því sama og aðrir hafa fengið. Samningur við ríkið er frágenginn og verður tekinn fyrir til lagalegrar meðferðar á Alþingi væntanlega í lok þessa mánaðar eða í mars. Þá liggi fyrir samningsdrög við Orku Náttúrunnar um 40 MWe, en eftir er að ljúka samningum við Landsvirkjun sem gert er ráð fyrir að útvegi þau 45 MWe sem uppá vantar fyrir rekstur verksmiðjunnar í fullum afköstum.

 

Silicor Materials mun hreinsa ál og framleiða hreinan kísil í sólarhlöð og er þegar búið að selja 14 þúsund tonn af 19 þúsund tonna framleiðslu sem gert er ráð fyrir að verksmiðjun framleiði á ári. Stærsti hluti framleiðslunnar verður seldur til Kína, Suður -Kóreu og Taívan. Samið er við hið 160 ára SMS Siemag í Þýskalandi um allan tækjabúnað. Áætluð stærð verksmiðjubyggingarinnar á Grundartanga er um 120.000 m2 og framkvæmdasvæði alls um 218.000 m2. Útflutningsverðmæti verksmiðjunnar er áætlað á bilinu 50 til 60 milljarðar króna á ári. Áætlaður byggingarkostnaður er um 100 milljarðar íslenskra króna. Þar af er tækjabúnaður áætlaður um 60 milljarðar króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is