Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2015 09:01

Hrikaleg staða Húsnæðis-samvinnufélagsins Búmanna

Málefni húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu. Fram hefur komið að eigið fé félagsins er uppurið og það hefur ekki getað greitt út búseturétt til þeirra sem fara úr íbúðunum eða til erfingja. Fram kom á fundi með stjórnendum Búmanna á dögunum að búseturétturinn verði ekki greiddur út að minnsta kosti næsta árið enda félagið í gjörgæslu Íbúðalánasjóðs sem er stærsti lánveitandinn. Á meðan bíður fólk eftir að fá eign sína í búseturéttinum greidda eða geta selt hann á frjálsum markaði, en um tvennskonar kerfi er að ræða hjá Búmönnum. Það er annars vegar kerfið eins og það var fyrir árið 2006 að félagið leysti til sín búseturéttinn og greiddi hann út til viðkomandi handhafa. Hins vegar er það eftir árið 2006 þegar reglunum var breytt með samþykki félagsmálaráðuneytis, vilja Búmenn meina, að eigendur búseturéttar selji hann á frjálsum markaði og að Búmenn væru ekki skyldugur að kaupa réttinn. Gallinn er sá að lítill markaður virðist vera fyrir búseturéttinum. Að minnsta kosti hefur gengið illa að selja hann á Þjóðbraut 1 á Akranesi og þar er ekki búið í sex íbúðum í húsinu. Íbúar í húsfélaginu þar eru mjög ósáttir í garð Búmanna, meðal annars vegna þeirra gjörninga stjórnar félagsins að tæma viðhaldssjóð sem íbúar hafa greitt í. Sjóðinn notaði stjórn Búmanna til annarra hluta en viðhalds. Það telja íbúarnir á Þjóðbraut með öllu ólöglegt og fram hefur komið í umfjöllun um mál Búmanna að meðferð viðhaldssjóðsins samræmist ekki reglum um hann. Hann skuli aðeins nýttur til viðhalds utanhúss, sameignar og kerfa í húsinu.

 

Ítarlega er fjallað um stöðu Búmanna í Skessuhorni vikunnar og rætt við fólk sem ýmist á þar búseturétt eða ættingja sem eiga óseldan búseturétt.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is