Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2015 08:01

Frístundasvæði skipulagt í Nýræktinni í Stykkishólmi

Vorið 2013 tók Sigurbjartur Loftsson við starfi bygginga- og skipulagsfulltrúa í Stykkishólmi og Grundarfirði. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn á skrifstofuna til Sigurbjarts í síðustu viku þegar hann var að störfum í Grundarfirði. Hann sagði að nóg hafi verið að sýsla í starfinu þessi tæpu tvö ár sem hann hefur starfað á Snæfellsnesi og ýmislegt spennandi að gerast. „Hérna í Grundarfirði er margt að gerast í kringum ferðaþjónstuna. Í Stykkishólmi er til dæmis þetta kalkþörungadæmi mjög spenannandi og vonandi að það verði að veruleika,“ sagði Sigurbjartur. Núna í vikunni var síðan kynnt nýtt deiliskipulag fyrir frístundabúskap í Stykkishólmi sem gjarnan hefur gengið undir nafninu Nýræktin þótt þar hafi framkvæmdir byrjað við stofnun Ræktunarfélags Stykkishólms á árunum 1933-1935. Sigurbjartur segir að undirbúningur og vinna við þetta skipulag hafi tekið langan tíma. Fundað hafi verið með mörgum og hann hafi líka grúskað í gögnum meðal annars flett upp blaðafregnum og greinum um þetta framtak sem Nýræktin var í Stykkishólmi á sínum tíma.

 

Rætt er við Sigurbjart í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is