Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2015 01:04

Nokkrir bæir í Staðarsveit án netsambands vegna bilana í sendi

Íbúar í Staðarsveit á Snæfellsnesi hafa búið við ónógt eða ekkert netsamband frá því föstudaginn 6. febrúar, þegar búnaður bilaði í sendi í Kirkjuhólsvita. Þóra Kristín Magnúsdóttir bóndi í Hraunsmúla segir íbúa á svæðinu vera orðna langþreytta á slæmu netsambandi og þetta sé gríðarlega bagalegt nú á tímum þegar allt er orðið rafrænt, svo sem skattaskýrslugerð og fleira. „Við getum komist í tölvu í Lýsuhólsskóla en það er náttúrlega ekki gott þegar nemendur þurfa á þeim að halda. Bagalegast hlýtur þetta að vera fyrir þá sem eru í ferðaþjónustunni,“ sagði Þóra Kristín. Hún var stödd á Hótel Rjúkanda við Vegamót þegar Skessuhorn hafði samband þangað og þar var þokkalegt samband þennan daginn en hefur verið slæmt síðustu dagana. Kristján Narfason bóndi í Hoftúnum sagði að síðustu dagana hefði það verið þannig að ef slyddu og él gerði dytti netsambandið út. „Ég er samt ekki nema einn og hálfan kílómetra frá sendinum,“ sagði Kristján.

 

 

Guðmundur Unnsteinsson framkvæmdastjóri Hringiðunnar, sem þjónar internetnotendum á sunnaverðu Snæfellsnesi, segir að þetta eigi sér skýringar og margir notendur á svæðinu viti af þeim. Oftast þegar bilanir verði þá sé það vegna rafmagnstruflana sem lagast með að endurræsa kerfið. Í þetta skiptið hafi orðið alvarlegri bilun í sendinum í Kirkjuhólsvita og endurnýja þurfi hluta kerfisins. Hann sé ekki til í landinu en unnið hörðum höndum að því að útvega hann. Vonast sé til að búnaðurinn verði kominn eftir 7 til 10 daga.

Guðmundur segir að á meðan sé notendum bent á að hafa samband við Hringiðuna í síma 525-2400 því hjá sumum notendum sé hægt að tengja notendur um öðrum hætti. Sumir bæir eigi reyndar ekki möguleika á sambandi fyrr en viðgerð lýkur.

 

Guðmundur segir Staðarsveitina og nágrenni mjög erfitt svæði í rekstri og fyrirtækið hafi reynt að kappkosta góða þjónustu, stundum meira af vilja en mætti. „Við höfum bent á lausnir, bæði með því að auka hraða í þráðlausu kerfi og líka með ljósleiðarasambandi til að sambandið sé tryggt. Sveitarfélögin hafa enn ekki svarað okkur endanlega varðandi ljósleiðaraverkefnið. Við erum allir af vilja gerðir til að þjónusta notendur á svæðinu,“ segir Guðmundur Unnsteinsson hjá Hringiðunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is