Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2015 09:53

Vesturlandsliðin töpuðu bæði í gær

Bæði Vesturlandsliðin í Dominosdeild karla í körfubolta töpuðu leikjum sínum í gærkveldi en þau léku bæði að heiman. Snæfell tapaði fyrir Íslandsmeisturum KR í sveiflukenndum leik í Frostaskjólinu 89:83. Á sama tíma lágu Skallagrímsmenn fyrir Stjörnunni í Garðabænum 93:76. Snæfell er nú eins og oft í vetur í sjöunda sæti deildarinnar en Skallarímsmenn einir á botninum með 6 stig. Staða þeirra í fallbaráttunni versnaði enn í gærkveldi þegar ÍR sigraði Keflvíkinga og eru Fjölnismenn nú komnir í hitt fallsætið.

 

Snæfellingar voru slakir í fyrri hálfleiknum á móti KR. Þeir skoruðu ekki helming á móti heimaliðinu í fyrsta leikhluta og náðu heldur ekki að bæta stöðuna áður en flautað var til hálfleiks. Þá var staðan 45:28 fyrir KR. Gestirnir komu grimmir til seinni hálfleiks og meðal annars setti Pálmi Freyr niður tvo þrista. Allt í einu varð þetta orðinn leikur þar sem Snæfell vann þriðja fjórðung 36:18 og staðan því fyrir lokafjórðunginn 64:63 fyrir Snæfell. Það var hins vegar heimaliðið sem var sterkara á lokasprettinum og KR sigldi sigrinum heim 89:83. Hjá Snæfelli var Chris Woods með 27 stig, Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 17 stig hvor.

Stjarnan var sterkari nánast allan tímann á móti Skallagrími. Fjórum stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, í stöðunni 19:15 fyrir Stjörnunni. Staðan í hálfleik var svo orðin 45:32 fyrir Garðbæinga. Stjörnumenn bættu síðan enn við forskotið í þriðja leikhluta. Lokatölur eins og áður segir í öruggum sigri Stjörnunnar 93:76. Tracy Smith var með 24 stig fyrir Skallagrím, Egill Egilsson og Daði Berg Grétarsson 10 stig hvor og Sigtryggur Arnar Björnsson og Magnús Þór Gunnarsson 7 stig hvor, aðrir minna.

 

Í næstu umferð, sem fram fer næstkomandi sunnudag, fá Skallagrímsmenn Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn og Njarðvíkingar koma í Hólminn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is