Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2015 06:01

Samið var til tveggja ára um þrekaðstöðu á Jaðarsbökkum

Íþróttabandalag Akraness og Akraneskaupstaður hafa undanfarin ár verið með rekstrarsamning um þreksalinn á Jaðarsbökkum, en eldri samningur rann út í haust. Nú hefur samningur um þreksalinn milli þessara aðila verið endurnýjaður og gildir út árið 2016. Bæjaryfirvöld vilja ekki semja til lengri tíma. „Framkvæmdastjórn ÍA fagnar að samningar hafi tekist milli aðila og væntir þess hér eftir sem hingað til að eiga gott samstarf við bæjaryfirvöld um þennan rekstur,“ segir í nýjasta raffréttabréfi ÍA. Talsverð umræða hefur verið í bæjarfélaginu síðustu misseri um að þreksalurinn við Jaðarsbakka sé of lítill og ýmsir sem halda því fram að hann anni ekki eftirspurn þegar tekið er tillit til vaxandi áhuga fyrir þjálfun og líkamsrækt og fjölgun íbúa. Þar er á ákveðnum tímum sólarhrings fullsetið í öll tæki og fólk orðið frá að hverfa. Í viðræðum Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar bar á milli varðandi áform og framtíðarsýn. Það er vilji bæjaryfirvalda að útiloka ekki þann möguleika að einkaaðilar geti átt þess kost að koma upp líkamsræktarstöð í bæjarfélaginu. Þeir sem sýnt hafa því áhuga sjá þó í hendi sér að þá má niðurgreiddur rekstur líkamsræktarstöðvar á vegum bæjarfélagsins og íþróttahreyfingarinnar ekki standa í vegi fyrir að einkarekin starfsemi geti komist á legg. Því má segja að ákveðin pattstaða sé í málinu þar sem togast á lýðheilsumarkmið og samkeppni einka- og opinberra aðila.

Samningur um rekstur salarins á Jaðarsbökkum gildir því einungis í tvö ár. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri staðfestir í samtali við Skessuhorn að bæjaryfirvöld vilji kanna áhuga aðila sem hafa sérhæft sig í að byggja upp líkamsræktarstöðvar og vilja því ekki festa samninginn við ÍA til lengri tíma en tveggja ára.

 

Nánar var fjallað um málið í síðasta Skessuhorni þar sem rætt er við málsaðila frá ÍA og Akraneskaupstað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is