Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2015 01:35

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar sendir frá sér ályktanir

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Á fundinum voru samþykktar ályktanir m.a. um almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni, auðlindir í þjóðareign, útrýmingu fátæktar, bætt kjör lífeyrisþega og eflingu landsbyggðarinnar. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar í heild sinni á fundinum, eins og fram kemur í fréttatilkynningu:

 

Stjórnmálaályktun fundarins:

 

 

 

Almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi telur mikilvægara en nokkru sinni að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti á Íslandi, nú þegar hægri stjórnin, stjórn hinna ríku, hefur í nær öllum sínum gerðum valið sérhagsmuni fram yfir hagsmuni almennings. Þessi stefna stjórnvalda birtist einkum í fjárlögum og í skattastefnu stjórnvalda, þar sem auðlegðarskattur er lagður af, virðisaukaskattur á matvæli og nauðsynjar hækkaður, veiðileyfagjöld lækkuð og notenda- og þjónustugjöld m.a. í heilbrigðis- og menntamálum hækkuð verulega.

 

Auðlindir í þjóðareign - almannaréttur

Koma þarf ákvæði um þjóðareign á auðlindum í Stjórnarskrá Íslands og tryggja að aldrei verði samþykkt lög sem veita einkaaðilum forgang eða einkarétt á nýtingu náttúruauðlinda. Þessa þarf að gæta sérstaklega við endurskoðun Stjórnarskrárinnar og við nauðsynlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Samfylkingin verður að berjast fyrir almannaréttinum í náttúruverndarlögum og gegn hugmyndum um að gefa einkaaðilum færi á að loka af ákveðin svæði og selja aðgang að þeim.

 

Útrýmum fátækt – tryggjum mannsæmandi laun

Kjördæmisráð ítrekar að það er hlutverk jafnaðarmannaflokks að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem minnst hafa í okkar samfélagi, berjast gegn fátækt og fyrir réttlátu skattkerfi og jöfnu aðgengi að almennri þjónustu óháð efnahag og búsetu. Tryggja þarf verulega hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum.

 

Bætum kjör lífeyrisþega

Krafist er fullrar leiðréttingar á tímabundnum skerðingum á lífeyrisgreiðslum til öryrkja og ellilífeyrisþega, en þrátt fyrir loforð þar um hefur ríkisstjórnin aðeins leiðrétt þær að hluta.

 

Eflum landsbyggðirnar

Kjördæmisráð leggur áherslu á mikilvægi þess að ná jafnvægi og jafnrétti milli landsbyggða og höfuðborgar.

Fylgja þarf eftir Þingsályktunartillögu Samfylkingar um bráðaaðgerðir í byggðamálum, sem lögð var fram á sitjandi þingi.

Þar er m.a. lögð áhersla á sóknaráætlanir landshluta og góðar samgöngur, öflug fjarskipti og háhraðanettengingar, raforkuöryggi, jöfnun húshitunarkostnaðar og að tryggja verði grunnþjónustu þannig að jafnt aðgengi verði að heilbrigðisþjónustu og menntun. Þá er lagt til að landsbyggðirnar fái hlutdeild í veiðileyfagjaldi og að framboð á húsnæði verði tryggt.

 

Styrkjum framhaldsskólanám í landsbyggðunum

Kjördæmisráð leggst alfarið gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fækkun nemenda í framhaldsskólum landsins með aðgangstakmörkunum. Slík fækkun nemenda bitnar fyrst og fremst á landsbyggðarskólunum þar sem námsframboð dregst saman og rekstrargrundvöllur verður ótryggur. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að greiða ekki fyrir framhaldsskólanemendur í bóknámi, ef þeir eru eldri en 25 ára, er í andstöðu við lög um jafnrétti til náms óháð efnahag og búsetu.

 

Sterkari sveitarfélög

Efla þarf sveitarfélögin og fela þeim frekari verkefni, s.s. umsjón með málefnum aldraðra, en jafnframt þarf að tryggja sveitarfélögunum nægilegt fjármagn til að tryggja þá þjónustu sem sveitarfélögin veita nú þegar. Mikilvægt er að tryggja bætta þjónustu við fólk með fötlun og bættan aðbúnað íbúa að dvalar- og hjúkrunarheimilum sem og þeirra sem nýta heima- og hjúkrunarþjónustu. Auk þess þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um land allt.

Þá er nauðsynlegt að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að þau geti veitt fullnægjandi þjónustu.

 

Baráttan gegn fordómum

Mikilvægt er að berjast gegn fordómum í íslensku samfélagi, efla mannréttindi og fullgilda strax Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var 2007.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is