Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2015 02:01

Stórsigur Snæfellskvenna á Breiðabliki

Liðin á sitthvorum enda Dominosdeildar kvenna í körfu mættust í Hólminum á laugardaginn. Snæfell er á toppnum og Breiðablik á botninum. Leikurinn gaf raunsanna mynd af stöðu þeirra í deildinni. Snæfell vann stórsigur 84:48. Snæfell er sem fyrr með trausta stöðu á toppnum, 38 stig og fjórum stigum meira en Keflavík sem er í öðru sætinu.

Snæfellskonur voru strax eftir fyrsta leikhluta komnar með góða forustu, 24:12. Þær bættu enn við í öðrum leikhluta og var staðan orðin 48:20 í hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta var staðan var orðin 63:28 og fyrir lokafjórðunginn 67:33. Úrslit leiksins voru þar með ráðin í auðveldum sigri Snæfellskvenna. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 28 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 13 stig, Hildur Sigurðardóttir 11 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar og Alda Leif Jónsdóttir 10 stig og 7 fráköst.

Í næstu umferð fá Snæfellskonur Hauka í heimsókn miðvikudagskvöldið 25. febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is