Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2015 11:06

Slæm vika hjá karlaliði Snæfells í körfuboltanum

Síðasta vika var döpur hjá Snæfellingum í Dominosdeild karla í körfubolta. Í gær steinlágu þeir fyrir Njarðvíkingum í Hólminum 101:79 og á fimmtudagskvöldið töpuðu þeir fyrir KR í Frostaskjólinu 83:89. Snæfellingar eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig og í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni meðal annars við Keflavík sem er með jafnmörg stig í níunda sætinu.

Snæfellingar virkuðu þungir strax í byrjun og gestirnir leiddu eftir fyrsta leikhluta 23:19. Njarðvíkinga voru mun betri og höfðu 18 stiga forskot þegar gengið var til hálfleiks 52:34. Gestirnir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn gríðarlega vel þegar þeir skorðu tólf stig á móti tveimur stigum heimamanna. Staðan þá orðin 62:36 og stutt í 30 stiga muninn sem Njarðvíkingar náðu skömmu síðar. Staðan var 81:47 fyrir lokakaflann og nánast formsatriði fyrir Njarðvíkinga að ljúka leiknum. Þótt Snæfellingar sigruðu í lokafjórðungnum með tólf stiga mun dugði það skammt og Njarðvíkingar unnu öruggan sigur.

Hjá Snæfelli var Chris Woods atkvæðamestur með 20 stig og 12 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 17 stig og 6 fráköst, Austin Bracey 17 stig og Stefán Karel Torfason 10 stig og 9 fráköst.

Vegna bikarúrslita um næstu helgi verður næsti leikur Snæfells í Dominosdeildinni ekki fyrr en fimmtudagskvöldið 26. febrúar. Snæfellingar sækja þá ÍR-inga heim í Breiðholtið sem þurfa nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is