16. febrúar. 2015 01:48
Bolludagurinn er einhver erilsamasti dagur ársins í bakaríum landsins. Varlega er áætlað að milljón bollur hafi verið bakaðar fyrir daginn, eða bolludagana því margir kjósa forskot á sæluna og byrja að bjóða bollur til söku jafnvel viku áður en sjálfur bolludagurinn rennur upp. Meðfylgjandi myndir voru teknar í bakaríunum tveimur á Akranesi í morgun. Á annarri myndinni eru Alfreð Karlsson og Karl sonur hans ásamt Sigurbirni Haukssyni sem einnig var að hjálpa til. Hin myndin sýnir gómsætar bollur hjá Ingimar Garðarssyni bakara í Brauðvali.