Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2015 11:51

Fleiri á móti en með inngöngu Íslands í ESB

Andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið er mikil samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann nýverið fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þar kemur fram að um helmingur landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og rétt tæpur þriðjungur landsmanna er hlynntur inngöngu í ESB. Reykvíkingar vilja standa utan ESB og það sama á við um íbúa annarra sveitarfélaga landsins.

 

 

Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndust 49,1% svarenda vera andvígir inngöngu landsins í ESB, 32,8% sögðust vera hlynntir inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB. Af þeim sem sem segjast munu kjósa Framsóknarflokkinn, ef gengið yrði til kosninga nú, eru 85% andvígir inngöngu í ESB, 77% þeirra sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn og 44% kjósenda VG eru andvígir inngöngu Íslands í ESB.

Í tilkynningu frá Heimssýn segir að athygli veki að þeir sem myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað, ef nú yrði gengið til alþingiskosninga, eru almennt andvígir inngöngu. Það sama má segja um þá sem nú myndu kjósa flokk eða framboð sem ekki á fulltrúa á Alþingi. Í þeim hópi eru 54% andvíg en 37% hlynnt aðild að sambandinu.

Samkvæmt könnuninni eru 42% Reykvíkinga andsnúnir aðild að ESB en 41% borgarbúa er hlynntur aðild. Munurinn er meiri í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Þar eru 45% andvígir aðild en 38% hlynntir henni. Munurinn er enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvígir aðild að ESB en 21% hlynntir.

„Könnunin undirstrikar það sem oft hefur áður komið fram að Íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Beiðni um inngöngu Íslands í ESB á því að afturkalla hið snarasta,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, en formaður Heimssýnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is