Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2015 08:01

„Fallega umhverfið hérna fyrir vestan togaði í mig“

Sú manneskja sem kemur mest að kórastarfi á Snæfellsnesi þessi misserin er Hólmfríður Friðjónsdóttir söngkennari í Stykkishólmi. Hólmfríður, sem hefur búið í Hólminum í bráðum tólf ár, stjórnar nokkrum kórum og sönghópum á svæðinu. Áður hafði hún fengist við kórstjórn meðal annars í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún starfaði í sex ár áður en hún flutti til Stykkishólms. Röð skemmtilegra tilvika og löngun til að breyta til varð til þess að Hólmfríður ákvað að brjóta upp sitt hefðbundna líf í borginni og flytja út á land. Samstarfskona hennar í Kvennaskólanum var þá nýbúin að kaupa jörðina Svelgsá í Helgafellssveit. Hólmfríði var boðið þangað í heimsókn með dætur sínar þrjár. Vatnaleiðin og þegar komið var í Helgafellssveitina fannst Hólmfríði hrein dásemd og það sama var uppi á teningnum þegar hún skoðaði sig um í Stykkishólmi. Stuttu seinna ákvað hún að fara með kórinn sinn úr Kvennaskólanum til Stykkishólms í æfingabúðir.

„Gunnar Svanlaugsson skólastjóri tók á móti mér, sýndi mér skólabyggingarnar og lóðsaði mig um bæinn og nágrennið, glaðlegur og skemmtilegur eins og hans er von og vísa. Í okkar spjalli kom fram að söngkennarinn við tónlistarskólann væri að fara í leyfi um haustið. Á leiðinni suður sótti sú hugsun að mér að hugsa mér til hreyfings, það var eitthvað þarna fyrir vestan sem togaði í mig. Þessi fallegi bær og yndisleg náttúran, allt þetta lífsrými. Þegar til kom voru krakkarnir í kórnum misvel tilbúin að fara í æfingabúðirnar, sum hver upptekin í öðru, þannig að ekkert varð af því. Það hélt samt áfram að brjótast í mér að sækja um lausu söngkennarastöðuna, sem reyndar var bara afleysingastaða í ár. Ég ákvað fljótlega að slá til og sé ekki eftir því,“ sagði Hólmfríður þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana í Stykkishólmi á dögunum.

 

Ítarlegt viðtal við Hólmfríði er í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is