Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2015 11:01

Rætt við listamanninn Baska um líf hans og störf

Um síðustu helgi opnaði Bjarni Skúli Ketilsson myndlistarsýninguna „Daglegt líf“ í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Bjarni, eða Baski eins og hann er oft kallaður, segir myndirnar sýna daglegt líf sitt í Hollandi og Íslandi í gegnum árin en flestar myndanna eru málaðar á þessu og síðasta ári, þó ein og ein eldri slæðist með. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á sýningu Bjarna og tók hann tali.

Bjarni er Skagamaður að uppruna, sonur Helgu Gísladóttur og Ketils Bjarnasonar. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi þar sem hann bjó til tvítugs. Bjarni segist hafa verið með svokallaða les-, skrif- og reikniblindu sem barn og því hafi honum ekki gengið mjög vel að læra. „Nú í dag er til hjálp við öllu þessu en það var ekki í þá daga sem ég var í barnaskóla. Það var því ekki mikið pláss fyrir því í hausnum en þeim mun meira rými hafði ég fyrir sköpunargleðina, sem er mitt lifibrauð enn í dag og því bara hægt að líta jákvætt á það,“ segir hann og brosir. Bjarni hélt því áfram að skapa þegar komið var á fullorðinsárin. Í dag býr hann í Hollandi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hefur atvinnu af listsköpun af ýmsu tagi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is