Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2015 11:51

Ráðstefna á Hvanneyri um nýju dýravelferðarlögin

Eins og fram hefur komið tóku ný dýravelferðarlög gildi hér á landi á síðasti ári. Undanfarið hafa velferðarreglugerðir verið gefnar út koll af kolli en þær segja til um hvernig dýravelferðarlögin eru útfærð m.t.t. hverrar dýrategundar fyrir sig. „Með útgáfu þessara reglna skapast heildarmynd af því hvernig hlúð skal að dýrum á Íslandi og hvernig því skuli framfylgt. Í tilefni af þessum tímamótum boðar Matvælastofnun, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtök Íslands, Dýralæknafélag Íslands og Dýraverndarsamband Íslands, til ráðstefnu um nýju dýravelferðarlögin og reglugerðirnar mánudaginn 23. febrúar kl. 9-15 á Hvanneyri,“ segir í tilkynningu frá Mast.

„Nýtt regluverk markar tímamót í sögu dýravelferðar á Íslandi. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu ákvæði laganna, framkvæmd þeirra og þýðingu fyrir dýr og dýraeigendur. Ráðstefnugestum gefst m.a. kostur á að sitja málstofur um hverja dýrategund fyrir sig þar sem viðkomandi velferðarreglugerð verður til umræðu (alifuglar, geit- og sauðfé, hross, minkar, nautgripir og svín). Markmiðið er að upplýsa og hvetja til gagnvirkra umræðna til að ná fram sem flestum sjónarmiðum.

 

 

Ráðstefnan verður haldin í Ásgarði (Ársal) á Hvanneyri mánudaginn 23. febrúar kl. 9:00-15:00. Hún er opin öllum og er þátttakendum að kostnaðarlausu en hægt verður að fá veitingar gegn vægu verði í mötuneyti skólans. Skráning fer fram á netfanginu skraning@mast.is til 19. febrúar. Þar skal taka fram nafn, fyrirtæki/stofnun/samtök og netfang, ásamt þeirri málstofu sem viðkomandi vilja taka þátt í. „Ef þú lætur dýravelferð þig varða, ekki láta þá þennan viðburð framhjá þér fara,“ segir í tilkynningunni frá Mast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is