18. febrúar. 2015 01:01
Fremur hráslagalegt veður var á Akranesi í morgun þegar börn í bænum fóru á stjá til að syngja í fyrirtækjum og þiggja eitthvað að launum, eins og siður er á öskudegi. Frír er í skólum þennan dag. Börnin í ár voru venju fremur vel klædd og í takti við veðráttuna. Vissulega sáust þó skrautlegir búningar og andlitsmálning var óspart notuð. Meðfylgjandi eru svipmyndir sem teknar voru í morgun á ritstjórn Skessuhorns af gestunum.