Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2015 06:01

Uppbygging náttúrulauga við Deildartunguhver hefst með vorinu

Meðal spennandi verkefna sem framundan eru í ferðaþjónustu í Borgarfirði er uppbygging náttúrulauga við Deildartunguhver. Þessi vatnsmesti hver í Evrópu dregur á hverju ári til sín vel á annað hundrað þúsund ferðamenn, en lítil greiðasala og þjónusta hefur til þessa verið við þessa gesti. Þessu ætla þau að breyta sem standa að félaginu Deildartunga ehf; bræður frá Deildartungu II og eiginkonur þeirra. Það eru þau Sveinn Andrésson og Jóna Ester Kristjánsdóttir í Víðigerði og Dagur Andrésson og Bára Einarsdóttir í Gróf sem standa að verkefninu. Þau ætla í vor að hefja uppbyggingu náttúrulauga. Um verður að ræða náttúrulega útipotta, gufuböð og hvíldarherbergi þar sem hægt verður að slaka á við arineld. Úr veitingasal og frá náttúrulaugunum geta gestir notið þess að sjá hverinn og verður áhersla lögð á stóra glugga í veitingarými og minjagripasölu. Veitingastaður þar sem áhersla verður lögð á létta rétti verður hluti af þeirri þjónustu sem boðið verður upp á og lögð sérstök áhersla á mat og hráefni úr héraði.

Einnig verður boðið upp á kaup á nestispökkum fyrir hópa sem þurfa þá að panta fyrirfram. Gert er ráð fyrir að um átta til tíu starfsmenn þurfi í senn til að sinna þeirri þjónustu sem í boði verður. Það þýðir að starfsmannafjöldi verður allt að tuttugu enda verður staðurinn opinn allt árið.

 

Sjá ítarlega frásögn um náttúrulaugar við Deildartunguhver og viðtal við frumkvöðlana í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is