Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2015 06:01

Enn beðið eftir ljósleiðaranum í Helgafellssveit

Þrátt fyrir að lagningu ljósleiðarastrengs í Helgafellssveit lyki fyrir miðjan desembermánuð er enn ekki farið að ganga frá tengingu og uppsetningu búnaðar í símstöðinni í Stykkishólmi. Jóhannes Eyberg Ragnarsson bóndi á Hraunhálsi, starfsmaður sveitarstjórnar Helgafellssveitar við ljósleiðaralögnina, segir að þegar til kom hafi Míla ekki verið tilbúin að fara í verkið í Stykkishólmi. Það hafi til dæmis komið í ljós að ljósleiðarastreng vantaði frá bensínstöðinni og upp á Hamraenda þar sem stöð Rarik er til húsa. „Það var eins og þeir hjá Mílu hafi ekki haft trú á því að okkur myndi takast að klára ljósleiðaralögnina núna í vetur. Þeir eru samt að reynda að bjarga málum og komin á verkáætlun sem gerir ráð fyrir að tengingum verði lokið um miðjan marsmánuð,“ sagði Jóhannes í samtali við Skessuhorn.

 

 

Jóhannes segir greinilegt að margir bíði nú skýrslu frá stjórnvöldum um ljósleiðaravæðingu landsins. Hann sagði að sterkar grundsemdir væru um að þetta útspil stjórnvalda um áramót hefði tafið fyrir því að ljúka verkefninu í Helgafellssveit. Það sé ljóst að aðilar séu ekki tilbúnir að leggja út í kostnað og borga sem ríkið komi til með að greiða annars staðar á landinu. „Við hér í Helgafellssveit verðum ekki ánægð ef við fáum ekki að minnsta kosti hluta kostnaðarins við ljósleiðaralögnina greiddan,“ segir Jóhannes. Ljósleiðaralögnin í Helgafellssveit er alls 70 kílómetrar og verða tengingar um 60 til að byrja með eða fleiri en íbúar sveitarfélagsins. Í símstöðinni í Stykkishólmi verður gert ráð fyrir 144 notendum í Helgafellssveitinni. Áætlaður kostnaður við lagningu ljósleiðarans var 57 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is