Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2015 03:08

Innleiðir nýstárlega kennslu í að nota stærðfræði

„Ég er sennilega með einna lengstan starfsaldur hér í dag. Það er nú löng saga að segja frá því. Jónas Jónsson frá Hriflu er eiginlega minn mentor eða eins konar lærifaðir. Það var hann sem á sínum tíma réði því að ég fór í menntaskóla og fór norður á Akureyri. Annars hefði ég líklega endað sem ljóðskáld í Reykjavík! Þegar Jónas Guðmundsson þáverandi skólameistari hér á Bifröst (1995-1999) leitaði til mín til að fá mig til að kenna tölfræði og upplýsingatækni hér, þá fannst mér eins og blóðið rynni mér til skyldunnar. Ég skuldaði Jónasi fyrir hans afskipti af mínu lífi. Það átti allavega hluta af þessu að ég fór hingað. Ég er hins vegar líka uppalinn í Reykholtsdalnum. Það gerði það að verkum að þetta er mitt svæði þó ég sé fæddur í Reykjavík. Ég hef reyndar meira og minna allt mitt líf verið á þvælingi um landsbyggðina,“ segir Guðmundur Ólafsson lektor í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst. Nú kennir hann nemendum sínum að nota stærðfræði án þess að þeir þurfi að kunna mikið um þá merku fræðigrein sem mörgum reynist torveld.

Lektorinn útskýrir þetta: „Ég er nú að vinna að því að kenna fólki að nota tölvuforrit sem geta það sem Excel getur ekki. Það eru komin fram stærðfræðiforrit sem eru svo fullkomin að það er ekki ástæða lengur til að kenna fólki stærðfræði með hefðbundnum hætti. Ég ákvað í haust að stíga skrefið til fulls með því að byrja bara strax á fyrsta ári að kenna fólki að leysa stærðfræðiverkefni með forritum. Þetta hentar mjög vel fyrir fólk sem ætlar sér að nota stærðfræði. Að sjálfsögðu dugar þetta ekki fyrir verkfræðinga eða stærðfræðinga. Þar þurfa menn að fara ofan í hlutina með blað og blýant að vopni, en fyrir viðskiptafræðinga þá er þetta alveg sjálfsagður hlutur að nota svona forrit.“

 

Nánar er rætt við Guðmund í Skessuhorni vikunnar um þessa nýstárlegu og þakklátu aðferð að beita stærðfræði án þess að þurfa að skilja formúlurnar til hlýtar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is