Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2015 03:16

Segir samlagningu áfram þýða mjög vanmáttugan og lítinn skóla

Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir heilmikið um að vera á vettvangi stjórnmálanna. Hann er einn þeirra skólastjórnenda sem hafa fengið bréf frá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra þar sem lagt er til að skoðuð verði sameining þriggja háskóla í Norðvesturkjördæmi. Þó er ljóst að þessar óskir ráðherrans eru ekki settar fram að undirlagi stjórnenda Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Það kemur skýrt fram í viðtölum við Björn Þorsteinsson og Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektora LbhÍ og Háskólans á Hólum. Björn segist ekki geta svarað því hvort nú stefni í aukinn samrekstur eða einhvers konar sameiningu háskólanna þriggja. „Nú verður að leiða þetta starf til einhverra lykta áður en því verður svarað. Þetta var ekki kostur sem er sprottinn upp hjá okkur skólafólkinu, allavega hjá ríkisskólunum inni í þessu dæmi. Við höfum náttúrlega þegar þróað ákveðið samstarf milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum, bæði faglega og varðandi stoðþjónustu. Varðandi Háskólann á Bifröst þá höfum við sótt ákveðna kennslu þangað. Við höfum lagt þeim lið í að koma á fót allavega einni meistaragráðu í matvælatengdri viðskipafræði,“ segir Björn.

 

Þrír ólíkir skólar

Rektor Landbúnaðarháskólans segir að háskólarnir þrír séu mjög ólíkir að faglegu innihaldi og landfræðilegri staðsetningu. „Okkur hefur aldrei fundist þetta nærtækur kostur, að leggja saman svona smáar og fjárhagslega veikar stofnanir eins og þessar þrjár. Það er einfaldlega þannig að þó að við leggjum þessar þrjár stofnanir saman þá verður samlagningin áfram mjög vanmáttugur og lítill skóli, nema það komi þá til einhverjar algerlega breyttar fjárhagsforsendur eða eitthvað slíkt. Ég veit ekki hvað stjórnmálamennirnir hafa í pokahorninu þar. Vitanlega eru þetta bara kostir sem við eigum að skoða. Það er pólitískur vilji til þess og við náttúrulega bara gerum það. En við treystum þá því líka að það sé á vettvangi þessa starfs hægt að reka þetta á málefnalegum nótum og greina kostina út frá faglegum og fjárhagslegum sjónarhornum.“

 

Sjá nánar ítarleg viðtöl í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is