Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2015 10:01

Nálgast verkefnið með opnum huga

„Þessi hugmyndafræði um aukið samstarf háskólanna þriggja í Norðvesturkjördæmi er ekki í samræmi við þá áherslu sem lögð hefur verið á samstarf opinberu háskólanna. Nú hefur þessi nefnd verið stofnuð og við sjáum til hvers það leiðir. Þetta verður skemmtilegt verkefni og við gefum okkur ekki niðurstöðuna fyrirfram,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum. Háskólaráð Hólaskóla ákvað á fundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að hún verði fulltrúi háskólans í starfshópnum sem menntamálaráðherra hefur sett á fót.

 

 

 

Erla hefur þó ákveðinn fyrirvara. „Niðurstaðan úr þessari vinnu þarf að skila faglegum ávinningi umfram þau gæði sem við búum við í dag. Nú þegar er fyrir hendi virkur samstarfsvettvangur opinberu háskólanna fjögurra, það er Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Akureyri. Til dæmis er flæði nemenda þvert á milli allra skólanna, kennarar eins háskóla geta kennt við þá alla, það er sameiginlegt skráningakerfi nemenda, mjög gott upplýsingaflæði milli skólanna og margt fleira. Það eru tugir viðfangsefna sem eru sameiginleg milli opinberu háskólanna.“

 

Eins og aðrar opinberar stofnanir þá hefur Háskólinn á Hólum ekki farið varhluta af niðurskurði í fjárlögum hins opinbera á undanförnum árum. „Fjárhagslegur rammi skólans er þröngur. Háskólinn hefur þó starfað innan fjárheimilda undanfarin tvö ár. Árið 2013 var 20,5 milljóna króna rekstrarafgangur. Við áttum þannig fyrningar eftir það ár og fengum heimild til að ganga á þær 2014 sem voru þó ekki allar nýttar. Þetta þýðir þó ekki að við höfum ekki þurft að hagræða. Við höfum því miður þurft að breyta starfsháttum og segja upp starfsfólki til þess að standast kröfur stjórnvalda,“ segir Erla Björk.

 

Þrátt fyrir þokkalega fjárhagsafkomu síðustu tvö árin í rekstri segir rektor Háskólans á Hólum að staðan sé viðkvæm. „Umgjörð háskólastarfs er í eðli sínu síbreytileg og ekki við því að búast að við siglum lygnan sjó. Við teljum að háskólinn hafi skapa sér aukið traust og væntum farsæls samstarfs við hið opinbera og aðra á þeim forsendum. Í því sambandi langar mig til þess að benda á að við skólann starfa faglega sterkir einstaklingar sem afla skólanum sértekna. Árið 2013 voru sértekjur skólans hlutfallslega hærri en allra annarra háskóla hér á landi. Á Hólum erum við að sníða okkur stakk eftir vexti og nýtum okkur vilja háskólakerfisins til samstarfs þar sem við á.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is