Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2015 08:01

Nýtt og öflugt loftræstikerfi sett upp á sjúkrahúsi HVE á Akranesi

Búið er að endurnýja loftræstikerfið í meginbyggingu sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við Merkigerði á Akranesi. Vinna hefur staðið yfir við þetta síðan í fyrrasumar. Í fyrradag afhenti verktakinn; Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi, verkið í hendur verkkaupa sem er Fasteignir ríkisins sem á húsnæði sjúkrahússins. Alls kostaði verkið 30 milljónir króna. Í því fólst meðal annars að innrétta hluta af risi hússins fyrir loftræstingabúnaðinn. „Þetta er einfaldlega alger endurnýjun í staðinn fyrir gamla loftræstikerfið fyrir bygginguna sem var staðsett í kjallara hennar. Það var löngu orðið úrelt. Nýja kerfið er mjög fullkomið, dregur inn loft um þak hússins og dreifir um þennan hluta sjúkrahússins,“ segir Sævar Jónsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar í samtali við Skessuhorn. Fjöldi undirverktaka komu að verkinu, nær allt fyrirtæki á Akranesi.  „Við hjá Blikksmiðju Guðmundar erum aðalverktakar. Síðan voru það Trésmiðjan Akur, Rafþjónusta Sigurdórs, Pípulagningaþjónustan (PÍPÓ), Hermann Hermannson málarameistari og Viðar Svavarsson múrarameistari sem sáu um ýmsa verkþætti sem heyrðu til þeirra iðngreina.“

 

Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is